Ilmurinn er óður til kvenleikans og þykir einstakur en blómið jasmín leikur aðalhlutverk í samspili með öðrum blómategundum eins og ferskri bergamot, léttum lavander og seiðandi vanillu. Innblásturinn fyrir ilminn kemur að miklu leyti frá blómi sem er að opna sig í morgundögginni en hönnun flöskunnar má rekja aftur til ársins 1908 frá sjálfum Gabriel Guerlain.
Guerlain eru reynsluboltar þegar kemur að ilmvatnsgerð, í 190 ár hafa fimm ættliðir verið að búa til og þróa ilmvötn sem skilar sér í um 1100 ólík ilmvötn. Vorið kallar á nýjan ilm, ekki satt?

