Markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu en þetta var þriðji deildarleikurinn í röð þar sem argentínski snillingurinn skorar beint úr aukaspyrnu.
Messi skoraði líka beint úr aukaspyrnu í leikjum á móti liðum Girona og Las Palmas.
Messi var jafnframt að skora sitt 600. mark á ferli sínum sem er magnaður árangur hjá þessum þrítuga leikmenni sem er líklegur til að bæta við mörkum á næstu árum.
Þetta er í annað skiptið sem Messi skorar beint úr aukaspyrnu í þremur leikjum í röð en í fyrra skiptið voru tveir af leikjunum þremur í bikarnum.
Messi marcando de falta directa en 3 partidos oficiales seguidos:
05.01.2017 (Copa) vs. Athletic
08.01.2017 (Liga) vs. Villarreal
11.01.2017 (Copa) vs. Athletic
24.02.2018 (Liga) vs. Girona
01.03.2018 (Liga) vs. Las Palmas
04.03.2018 (Liga) vs. Atlético
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 4, 2018
Messi hefur alls skorað fimm mörk beint úr aukaspyrnu í spænsku deildinni á tímabilinu sem er það mesta sem hann hefur gert á leiktíð á ferlinum.
Messi es el primer jugador que marca de falta directa en TRES jornadas CONSECUTIVAS de La Liga en los últimos 30 años. Ni Koeman, ni Roberto Carlos, ni Ronaldinho, ni Arango, ni Duda, ni Rivaldo, ni Assunçao, ni Cristiano... ni nadie. Sólo él. Sólo Messi. El más grande.
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 4, 2018