Körfubolti

Þremur hent út úr húsi þegar Jazz lagði Timberwolves│Myndbönd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
DeRozan og félagar eru á toppnum í Austrinu
DeRozan og félagar eru á toppnum í Austrinu vísir/getty
10 leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar vestanhafs í nótt.

Stephen Curry sneri aftur á parketið og skoraði 28 stig í fimm stiga útisigri Golden State Warriors á Atlanta Hawks. Kevin Durant gerði sömuleiðis 28 stig fyrir Warriors sem er í 2.sæti Vesturdeildarinnar.



Toppliðið í Austrinu gerði góða ferð til höfuðborgarinnar þar sem Toronto Raptors vann sjö stiga sigur á Washington Wizards. Demar DeRozan fór mikinn og skoraði 23 stig og CJ Miles átti góða innkomu af bekknum, skilaði niður 20 stigum.



Þá voru mikil læti þegar Utah Jazz bar sigurorð af Minnesota Timberwolves þar sem þremur leikmönnum var vikið úr húsi á lokamínútunum.

Fyrst var Jeff Teague rekinn úr húsi fyrir harkalegt brot á Ricky Rubio og skömmu síðar fóru Jae Crowder og Karl Anthony-Towns sömu leið.





Úrslit næturinnar


Orlando Magic 115-106 Detroit Pistons

Philadelphia 76ers 110-99 Charlotte Hornets

Atlanta Hawks 109-114 Golden State Warriors

Washington Wizards 95-102 Toronto Raptors

Chicago Bulls 108-100 Dallas Mavericks

Memphis Grizzlies 102-108 Denver Nuggets

Milwaukee Bucks 96-103 Indiana Pacers

Phoenix Suns 116-124 Oklahoma City Thunder

Utah Jazz 116-108 Minnesota Timberwolves

Los Angeles Clippers 128-105 New York Knicks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×