Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 13:30 Sigríður Sigurjónsdóttir stýrir rannsókninni Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Vísir/Samsett mynd Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. Sigríður vinnur nú að stórri rannsókn á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis og hvetur þá sem hafa fengið senda könnun um stafrænt málsambýli frá Félagsvísindastofnun HÍ að svara henni sem fyrst.Kanna stöðu íslenskunnar á umrótatímumRannsókninni var hleypt af stokkunum árið 2016 með 117 milljón króna styrk frá Rannsóknasjóði. Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessorar, stýra rannsókninni sem ber heitið Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Um 15 manns starfa við rannsóknina, aðallega doktors- og MA-nemar, en auk þessa koma bæði innlendir og erlendir samstarfsaðilar að verkefninu. , Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á seinni hluta næsta árs. „Við erum að kanna stöðu íslenskunnar á tímum mikilla enskra áhrifa, m.a. frá stafrænum miðlum og snjalltækjum, eins og nafn verkefnisins ber með sér,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í samtali við Vísi. „Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að enskt máláreiti hefur aukist mjög mikið í samfélaginu á allra síðustu árum, það er meira og víðtækara en áður og nær til fleiri notkunarsviða.“Netflix, YouTube og AlexaEiríkur Rögnvaldsson prófessor, samstarfsfélagi Sigríðar hefur verið áberandi á sviði máltækni og þróunar íslensku á tækniöld. Eins og áður sagði leggja rannsakendur sérstaka áherslu á ensk áhrif á íslensku og enn fremur verður reynt að varpa ljósi á hugtakið „stafrænan tungumáladauða.“ Þar er yngsta kynslóðin í aðalhlutverki. „Það sem ég hef sérstakar áhyggjur af eru yngri börn. Þetta enska máláreiti nær til miklu yngri barna en nokkru sinni fyrr. Máláreitið er gagnvirkt í sumum tilvikum, eins og þegar börn eru að spila tölvuleiki og tala á ensku við spilara sem eru kannski staddir annars staðar í heiminum. Svo eru það Netflix, YouTube og aðrar efnisveitur,“ segir Sigríður.Hægt er að nálgast gríðarlegt magn af skemmtiefni á ensku á efnisveitunni Netflix.Vísir/Getty„Við þurfum líka að skoða þessi tæki sem maður þarf að tala við sem verða æ meira áberandi í framtíðinni, þ.e. að maður þurfi að tala við tæki á ensku vegna þess að þau geta ekki talað íslensku. Alexa [stafrænn aðstoðarmaður frá fyrirtækinu Amazon] var til dæmis mjög vinsæl jólagjöf í ár. Hvaða áhrif hefur þetta á börn, að heimilistæki tali ensku? Það er eitthvað sem við erum að velta fyrir okkur.“Viðhorfið til þjóðtungunnar skiptir máliNetkönnun hefur verið send til 5000 Íslendinga sem voru valdir til þátttöku af handahófi. Um er að ræða tvær kannanir og var önnur send til 3500 þátttakenda á aldrinum 13-98 ára og hin til 1500 barna á aldrinum 3-12 ára. Rannsakendur einblína nú á börnin en búið er að loka fyrir þátttöku í eldri aldurshópnum. „Við erum að spyrja um málumhverfið og hvað börnin eru að lesa og hlusta á. Við spyrjum líka um málnotkun þeirra, hvort þau tali og skrifi á íslensku og ensku ef þau eru byrjuð á því. Svo eru spurningar um viðhorf barnanna til tungumálsins,“ segir Sigríður. „Það er auðvitað sérstaklega mikilvægt að fá upplýsingar um viðhorf til íslensku og ensku vegna þess að krakkarnir eru framtíðin og unga kynslóðin mun bera málið áfram. Ef börnum finnst íslenska hamlandi og hallærisleg þá er það auðvitað mjög slæmt fyrir framtíð íslenskunnar.“Enska orðin lykillinn að ölluÞá nefnir Sigríður sérstaklega að mikilvægt sé að ná utan um stöðu íslenskunnar í sístækkandi heimi internets og alþjóðavæðingar. „Við vitum líka að það er heilmikill hvati fyrir börn og unglinga að læra ensku. Þau líta á sig sem hluta af alþjóðlegum menningarheimi þar sem enska er lykillinn að öllu, hún er hagnýtt tæki,“ segir Sigríður. „Það er líka rosalega mikilvægt að börn á máltökuskeiði fái það máláreiti sem þau þurfa til að öðlast sterka íslenska málkennd og málkunnáttu. Við erum að velta fyrir okkur ýmsum fræðilegum spurningum í sambandi við það. Hvað gerist ef íslenskt máláreiti minnkar mjög mikið í málumhverfi íslenskra barna? Hvað gerist ef enskan tekur upp ákveðinn hluta af máláreitinu sem íslensk börn fengu áður á íslensku? Hvaða áhrif hefur það á íslenskuna og þróun hennar?“Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á Hugvísindaþingi sem haldið verður dagana 9.-10. mars við Háskóla Íslands.vísir/vilhelmEinskorðast ekki við ÍslandÍ grein Sigríðar, sem birtist á vefritinu Hugrás árið 2016, er farið yfir bæði jákvæð og neikvæð áhrif snjalltækja á máltöku barna. Ljóst er að snjalltækjavæðingin, með enskuna í fararbroddi, mun setja mark sitt á framtíð tungumálsins en Sigríður segir þessar breytingar þó ekki einskorðast við Ísland. „Hugmyndin hjá okkur er að verkefnið geti haft alþjóðlega skírskotun, að hægt verði að yfirfæra niðurstöðurnar sem við fáum í þessari rannsókn yfir á önnur tungumál sem eru í svipaðri stöðu og íslenskan. Veruleikinn er auðvitað ekki bara svona á Íslandi heldur er enskan, þetta risavaxna tungumál, að taka meira og meira pláss í vestrænum heimi á kostnað þjóðtungunnar.“Biðla til barnanna„Við viljum þakka þeim sem nú þegar hafa tekið þátt í rannsókn okkar kærlega fyrir þátttökuna en myndum gjarnan vilja að allir þeir sem fengu bréf taki sér tíma til að svara könnuninni. Það er mjög mikilvægt að fólk svari til þess að við fáum marktækar niðurstöður og getum svarað þeim spurningum sem við leggjum upp með í verkefninu,“ segir Sigríður. „Undanfarið hefur verið mikil umræða um þær hættur sem steðja að íslenskunni og við viljum öll vita hvort tækni- og samfélagsbreytingar undanfarinna ára hafi nú þegar haft áhrif á stöðu íslenskunnar.“Sjá einnig: Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Aðeins þeir sem valdir voru í úrtakið geta svarað könnuninni eins og er, en rétt er að nefna að þegar báðum könnununum hefur verið lokað verða þær aðgengilegar öllum á netinu. Þá bendir Sigríður á að ef svarendur hafi týnt þátttökubréfinu sé hægt að nálgast barnakönnunina á vef Félagsvísindastofnunar undir yfirskriftinni Stafrænt málsambýli barna. Þátttaka ætti að taka um 20 mínútur og segir Sigríður mikilvægt að börnin séu vel upp lögð. Þá er einnig bent á að yngstu börnin þurfa aðstoð foreldris eða forráðamanns til að svara könnuninni en hluti af henni felst auk þess í því að foreldrar svara ákveðnum spurningum. „Einhverjir kunningjar mínir hafa lent innan þessa handahófskennda úrtaks og þeir hafa stundum haft samband við mig eftir að hafa svarað könnuninni með börnum sínum og hafa haft ótrúlega gaman að þessu. Þetta getur orðið gæðastund með börnunum,“ segir Sigríður. Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni verða kynntar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands þann 10. mars næstkomandi. Málstofan hefst klukkan 10:30 í stofu 102 í Lögbergi. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. Sigríður vinnur nú að stórri rannsókn á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis og hvetur þá sem hafa fengið senda könnun um stafrænt málsambýli frá Félagsvísindastofnun HÍ að svara henni sem fyrst.Kanna stöðu íslenskunnar á umrótatímumRannsókninni var hleypt af stokkunum árið 2016 með 117 milljón króna styrk frá Rannsóknasjóði. Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessorar, stýra rannsókninni sem ber heitið Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Um 15 manns starfa við rannsóknina, aðallega doktors- og MA-nemar, en auk þessa koma bæði innlendir og erlendir samstarfsaðilar að verkefninu. , Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki á seinni hluta næsta árs. „Við erum að kanna stöðu íslenskunnar á tímum mikilla enskra áhrifa, m.a. frá stafrænum miðlum og snjalltækjum, eins og nafn verkefnisins ber með sér,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í samtali við Vísi. „Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að enskt máláreiti hefur aukist mjög mikið í samfélaginu á allra síðustu árum, það er meira og víðtækara en áður og nær til fleiri notkunarsviða.“Netflix, YouTube og AlexaEiríkur Rögnvaldsson prófessor, samstarfsfélagi Sigríðar hefur verið áberandi á sviði máltækni og þróunar íslensku á tækniöld. Eins og áður sagði leggja rannsakendur sérstaka áherslu á ensk áhrif á íslensku og enn fremur verður reynt að varpa ljósi á hugtakið „stafrænan tungumáladauða.“ Þar er yngsta kynslóðin í aðalhlutverki. „Það sem ég hef sérstakar áhyggjur af eru yngri börn. Þetta enska máláreiti nær til miklu yngri barna en nokkru sinni fyrr. Máláreitið er gagnvirkt í sumum tilvikum, eins og þegar börn eru að spila tölvuleiki og tala á ensku við spilara sem eru kannski staddir annars staðar í heiminum. Svo eru það Netflix, YouTube og aðrar efnisveitur,“ segir Sigríður.Hægt er að nálgast gríðarlegt magn af skemmtiefni á ensku á efnisveitunni Netflix.Vísir/Getty„Við þurfum líka að skoða þessi tæki sem maður þarf að tala við sem verða æ meira áberandi í framtíðinni, þ.e. að maður þurfi að tala við tæki á ensku vegna þess að þau geta ekki talað íslensku. Alexa [stafrænn aðstoðarmaður frá fyrirtækinu Amazon] var til dæmis mjög vinsæl jólagjöf í ár. Hvaða áhrif hefur þetta á börn, að heimilistæki tali ensku? Það er eitthvað sem við erum að velta fyrir okkur.“Viðhorfið til þjóðtungunnar skiptir máliNetkönnun hefur verið send til 5000 Íslendinga sem voru valdir til þátttöku af handahófi. Um er að ræða tvær kannanir og var önnur send til 3500 þátttakenda á aldrinum 13-98 ára og hin til 1500 barna á aldrinum 3-12 ára. Rannsakendur einblína nú á börnin en búið er að loka fyrir þátttöku í eldri aldurshópnum. „Við erum að spyrja um málumhverfið og hvað börnin eru að lesa og hlusta á. Við spyrjum líka um málnotkun þeirra, hvort þau tali og skrifi á íslensku og ensku ef þau eru byrjuð á því. Svo eru spurningar um viðhorf barnanna til tungumálsins,“ segir Sigríður. „Það er auðvitað sérstaklega mikilvægt að fá upplýsingar um viðhorf til íslensku og ensku vegna þess að krakkarnir eru framtíðin og unga kynslóðin mun bera málið áfram. Ef börnum finnst íslenska hamlandi og hallærisleg þá er það auðvitað mjög slæmt fyrir framtíð íslenskunnar.“Enska orðin lykillinn að ölluÞá nefnir Sigríður sérstaklega að mikilvægt sé að ná utan um stöðu íslenskunnar í sístækkandi heimi internets og alþjóðavæðingar. „Við vitum líka að það er heilmikill hvati fyrir börn og unglinga að læra ensku. Þau líta á sig sem hluta af alþjóðlegum menningarheimi þar sem enska er lykillinn að öllu, hún er hagnýtt tæki,“ segir Sigríður. „Það er líka rosalega mikilvægt að börn á máltökuskeiði fái það máláreiti sem þau þurfa til að öðlast sterka íslenska málkennd og málkunnáttu. Við erum að velta fyrir okkur ýmsum fræðilegum spurningum í sambandi við það. Hvað gerist ef íslenskt máláreiti minnkar mjög mikið í málumhverfi íslenskra barna? Hvað gerist ef enskan tekur upp ákveðinn hluta af máláreitinu sem íslensk börn fengu áður á íslensku? Hvaða áhrif hefur það á íslenskuna og þróun hennar?“Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á Hugvísindaþingi sem haldið verður dagana 9.-10. mars við Háskóla Íslands.vísir/vilhelmEinskorðast ekki við ÍslandÍ grein Sigríðar, sem birtist á vefritinu Hugrás árið 2016, er farið yfir bæði jákvæð og neikvæð áhrif snjalltækja á máltöku barna. Ljóst er að snjalltækjavæðingin, með enskuna í fararbroddi, mun setja mark sitt á framtíð tungumálsins en Sigríður segir þessar breytingar þó ekki einskorðast við Ísland. „Hugmyndin hjá okkur er að verkefnið geti haft alþjóðlega skírskotun, að hægt verði að yfirfæra niðurstöðurnar sem við fáum í þessari rannsókn yfir á önnur tungumál sem eru í svipaðri stöðu og íslenskan. Veruleikinn er auðvitað ekki bara svona á Íslandi heldur er enskan, þetta risavaxna tungumál, að taka meira og meira pláss í vestrænum heimi á kostnað þjóðtungunnar.“Biðla til barnanna„Við viljum þakka þeim sem nú þegar hafa tekið þátt í rannsókn okkar kærlega fyrir þátttökuna en myndum gjarnan vilja að allir þeir sem fengu bréf taki sér tíma til að svara könnuninni. Það er mjög mikilvægt að fólk svari til þess að við fáum marktækar niðurstöður og getum svarað þeim spurningum sem við leggjum upp með í verkefninu,“ segir Sigríður. „Undanfarið hefur verið mikil umræða um þær hættur sem steðja að íslenskunni og við viljum öll vita hvort tækni- og samfélagsbreytingar undanfarinna ára hafi nú þegar haft áhrif á stöðu íslenskunnar.“Sjá einnig: Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Aðeins þeir sem valdir voru í úrtakið geta svarað könnuninni eins og er, en rétt er að nefna að þegar báðum könnununum hefur verið lokað verða þær aðgengilegar öllum á netinu. Þá bendir Sigríður á að ef svarendur hafi týnt þátttökubréfinu sé hægt að nálgast barnakönnunina á vef Félagsvísindastofnunar undir yfirskriftinni Stafrænt málsambýli barna. Þátttaka ætti að taka um 20 mínútur og segir Sigríður mikilvægt að börnin séu vel upp lögð. Þá er einnig bent á að yngstu börnin þurfa aðstoð foreldris eða forráðamanns til að svara könnuninni en hluti af henni felst auk þess í því að foreldrar svara ákveðnum spurningum. „Einhverjir kunningjar mínir hafa lent innan þessa handahófskennda úrtaks og þeir hafa stundum haft samband við mig eftir að hafa svarað könnuninni með börnum sínum og hafa haft ótrúlega gaman að þessu. Þetta getur orðið gæðastund með börnunum,“ segir Sigríður. Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni verða kynntar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands þann 10. mars næstkomandi. Málstofan hefst klukkan 10:30 í stofu 102 í Lögbergi.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Hætta á „stafrænum tungumáladauða“ íslenskunnar Stafrænn tungumáladauði íslenskunnar er umfjöllunarefni í nýrri grein The Guardian. Prófessor í íslenskri málfræði segir að lausnin sé vitundarvakning um vandamálið og styttri vinnutími. 26. febrúar 2018 21:00
Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45