Enski og skoski landsliðsþjálfarinn berjast um leikmann Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 11:30 Scott McTominay. Vísir/Getty Scott McTominay hefur stimplað sig inn í lið Manchester United á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá United og hefur verið þar í sextán ár. Jose Mourinho hefur notað hann inn á miðju Manchester United að undanförnu og nú vilja bæði landsliðsþjálfari Englands og landsliðsþjálfari Skotlands fá strákinn í sitt landslið. Það lítur úr fyrir að landsliðsþjálfarnir séu nú báðir að hefja herferð með það markmið að sannfæra strákinn um að velja frekar sitt landslið. Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Scott McTominay mun hitta Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, á fimmtudaginn kemur og þá ætlar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, að mæta á æfingasvæði Manchester United í dag til að ræða við McTominay.or? Man Utd's Scott McTominay met Scotland boss Alex McLeish on Thursday with Gareth Southgate poised to meet with him today. Read morehttps://t.co/J4aGOlLhvF#MUFCpic.twitter.com/hKpwwpkglR — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Scott McTominay hefur ekki leikið landsleik á ferlinum. Hann er fæddur í Lancaster í Englandi en faðir hans er skoskur sem gefur honum tækifæri til að spila frekar fyrir skoska landsliðið. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Scott McTominay var frekar í byrjunarliði Manchester United heldur en 89 milljón punda maðurinn Paul Pogba þegar liðið spilaði sinn fyrri leik á móti Sevilla í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Scott McTominay hefur leikið alls 17 leiki á leiktíðinni en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum. Jose Mourinho lét hann fylgja eftir Eden Hazard í leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi. Scott McTominay kom til Manchester United þegar hann var aðeins fimm ára en í október skrifaði hann undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2021. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Scott McTominay hefur stimplað sig inn í lið Manchester United á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli strákur er uppalinn hjá United og hefur verið þar í sextán ár. Jose Mourinho hefur notað hann inn á miðju Manchester United að undanförnu og nú vilja bæði landsliðsþjálfari Englands og landsliðsþjálfari Skotlands fá strákinn í sitt landslið. Það lítur úr fyrir að landsliðsþjálfarnir séu nú báðir að hefja herferð með það markmið að sannfæra strákinn um að velja frekar sitt landslið. Enska landsliðið er á leiðinni á HM í Rússlandi í sumar en Skotar sátu eftir með sárt ennið. Scott McTominay mun hitta Alex McLeish, þjálfara skoska landsliðsins, á fimmtudaginn kemur og þá ætlar Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, að mæta á æfingasvæði Manchester United í dag til að ræða við McTominay.or? Man Utd's Scott McTominay met Scotland boss Alex McLeish on Thursday with Gareth Southgate poised to meet with him today. Read morehttps://t.co/J4aGOlLhvF#MUFCpic.twitter.com/hKpwwpkglR — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Scott McTominay hefur ekki leikið landsleik á ferlinum. Hann er fæddur í Lancaster í Englandi en faðir hans er skoskur sem gefur honum tækifæri til að spila frekar fyrir skoska landsliðið. Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Scott McTominay var frekar í byrjunarliði Manchester United heldur en 89 milljón punda maðurinn Paul Pogba þegar liðið spilaði sinn fyrri leik á móti Sevilla í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Scott McTominay hefur leikið alls 17 leiki á leiktíðinni en hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum. Jose Mourinho lét hann fylgja eftir Eden Hazard í leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi. Scott McTominay kom til Manchester United þegar hann var aðeins fimm ára en í október skrifaði hann undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2021.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira