Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 18:07 Fyrsta skref í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár. Mynd/Velferðarráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila ráðherra tillögum þann 1. apríl á þessu ári. „Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvernig tryggja megi að fjárframlög vegna kostnaðar aldraðra og öryrkja við tannlæknaþjónustu nýtist sem best í samræmi við þarfir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er hálfur milljarður króna til ráðstöfunar í því skyni að draga úr greiðsluþátttöku lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Samkvæmt reglugerð nr. 451/2013 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við tannlækningar ætti greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar að nema 75% að jafnaði og vera einstaklingum á hjúkrunarheimilum að kostnaðarlausu. „Greiðsluhlutfallið sem kveðið er á um í reglugerðinni tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega sem hefur verið óbreytt frá árinu 2004. Hún endurspeglar því engan veginn raunverulegan tannlækniskostnað lífeyrisþega sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna. Í raun nema því greiðslur ríkisins að jafnaði um fjórðungi af þeim kostnaði sem lífeyrisþegar greiða fyrir tannlækningar.“ Formaður starfshópsins er Þórunn Pálína Jónsdóttir en aðrir nefndarmenn eru Hólmfríður Guðmundsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir, Magnús Björnsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Fyrsta skrefið í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár en með fjárlögum 2018 var ákveðið að auka framlög til þessa verkefnis um hálfan milljarð króna. Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila ráðherra tillögum þann 1. apríl á þessu ári. „Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvernig tryggja megi að fjárframlög vegna kostnaðar aldraðra og öryrkja við tannlæknaþjónustu nýtist sem best í samræmi við þarfir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er hálfur milljarður króna til ráðstöfunar í því skyni að draga úr greiðsluþátttöku lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Samkvæmt reglugerð nr. 451/2013 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við tannlækningar ætti greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar að nema 75% að jafnaði og vera einstaklingum á hjúkrunarheimilum að kostnaðarlausu. „Greiðsluhlutfallið sem kveðið er á um í reglugerðinni tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega sem hefur verið óbreytt frá árinu 2004. Hún endurspeglar því engan veginn raunverulegan tannlækniskostnað lífeyrisþega sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna. Í raun nema því greiðslur ríkisins að jafnaði um fjórðungi af þeim kostnaði sem lífeyrisþegar greiða fyrir tannlækningar.“ Formaður starfshópsins er Þórunn Pálína Jónsdóttir en aðrir nefndarmenn eru Hólmfríður Guðmundsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir, Magnús Björnsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Fyrsta skrefið í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár en með fjárlögum 2018 var ákveðið að auka framlög til þessa verkefnis um hálfan milljarð króna.
Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira