Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Ritstjórn skrifar 1. mars 2018 20:00 Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Britney Spears söngleikur í vinnslu Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Pharrell viðurkennd tískugoðsögn Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour
Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár
Mest lesið Bestu snyrtivörur ársins Glamour Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Britney Spears söngleikur í vinnslu Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Pharrell viðurkennd tískugoðsögn Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour