Paris Saint-Germain vann 3-0 sigur í báðum leikjunum á móti Marseille á síðustu fjórum dögum, sá fyrri var í deildinni en leikurinn í gærkvöldi var bikarleikur.
Fyrir leikinn kom í ljós að Brasilíumaðurinn Neymar þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í deildarleiknum á sunnudagskvöldið. Neymar verður frá í margar vikur og missir örugglega af Real Madrid leiknum.
He'll miss the Real Madrid game and more.
Neymar will be having surgery in Brazil.
Full story: https://t.co/YYeLrRxzWApic.twitter.com/TntKj50ARf
— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018
Í gærkvöldi meiddist síðan franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe og fór hann af velli í hálfleik eftir að hafa fengið högg. Það er ekki ljóst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.
First Neymar, now Kylian Mbappe...
The injury concerns are mounting for PSG.
More: https://t.co/K0YUPtLTGBpic.twitter.com/XfxEncfMEc
— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2018
Parísarliðið þarf á einhverjum göldrum að halda í seinni leiknum á móti Real Madrid eftir að spænska liðið vann 3-1 sigur í fyrri leiknum á Santiago Bernabéu. Það að tveir „galdramenn“ séu dottnir út eða tæpir er mikið áfall fyrir liðið.
Neymar og Kylian Mbappe eru einmitt hjá félaginu til að hjálpa liðinu að komast loksins alla leið í Meistaradeildinni og engin óskastaða að missa þá báða út fyrir þennan mikilvæga leik. Það er þó ekki víst að Kylian Mbappe geti ekki spilað í leiknum sem fer fram í næstu viku.
Angel Di Maria skoraði tvívegis í gær og þriðja markið skoraði Edinson Cavani níu mínútum fyrir leikslok.