Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 15:15 Mark Zuckerberg stofnaði Facebook og er einn ríkasti maður heims Vísir/Getty Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins. Facebook Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda.Facebook hefur verið sakað um að hafa ekki varað notendur samfélagsmiðilsins vinsæla nægilega vel við því að upplýsingar um þá kunni að hafa verið í vörslu Cambridge Analytica, umdeilds greiningarfyrirtækis sem starfaði fyrir framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum þar í landi árið 2016.Fyrirtækið notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirFyrir helgi sagði Facebook að lokað hefði verið á aðgang Cambridge Analytica á meðan innri rannsókn Facebook á málinu stendur yfir.Zuckerberg hefur hingað til komið hjá sér að mæta fyrir rannsóknarnefndir til þess að svara spurningum um hlutverk Facebook í forsetakosningunum árið 2016. Hefur hann gjarnan sent lögmenn eða framkvæmdastjóra Facebook á slíka fundi. Þegar Zuckerberg tjáir sig er það yfirleitt í gegnum myndskilaboð eða bloggfærslu á Facebook síðu hans.Breskir og bandarískir þingmenn vilja spyrja Zuckerberg spjörunum úr „Það er augljóst að þessi fyrirtæki geti ekki passað upp á sjálf sig,“ sagði Amy Klobuchar, þingmaður Demókrata. „Mark Zuckerberg þarf að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungardeildarinnar.“ Undir þetta tók Adam Schiff, sem er leiðtogi demókrata í njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar, en hún rannsakar nú hvernig samfélagsmiðlar voru nýttir í kosningabaráttunnni árið 2016. „Ég tel að það væri gagnlegt að fá hann til að svara spurningum fyrir framan viðeigandi nefnd,“ sagði Schiff sem vildi einnig fá forstjóra annarra fyrirtækja sem starfa í sama geira og Facebook til að svara spurningum þingmanna. Þá ætlar Damian Collins, þingmaðurinn sem fer með rannsókn breskra yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af kosningum þar í landi, að fá Zuckerberg til Bretlands, til þess að svara spurningum þingmanna í eigin persónu. „Það er er ekki ásættanlegt að þeir hafi hingað til sent vitni sem komi sér undan því að svara erfiðum spurningum með því að segjast ekki vita svörin við þeim,“ sagði Collins.
Facebook Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent