Fyrsta heimsmeistarakeppni Íslendinga í sögunni verður jafnframt fyrsta heimsmeistarakeppnina án Ítalíu í sextíu ár.
Ítalir sátu eftir með sárt einnið eftir tap á móti Svíum í umspili um laust sæti. Eitt mark í fyrri leiknum í Svíþjóð var nóg til að fella Ítalana.
Það er ljóst á ummælum ítalska landsliðsmannsins Andrea Belotti í dag að þarna er á ferðinni sár sem mun seint gróa. Belotti spilaði báða umspilsleikina á móti Svíum og hann fer ekkert leynt með álit sitt á Svíþjóð.
„Ég myndi ekki einu sinni fara til Svíþjóðar í sumarfrí,“ sagði Andrea Belotti við ítalska blaðamanninn Tancredi Palmeri en ítalska landsliðið kom saman í dag fyrir vináttulandsleiki sína á móti Argentínu og Englandi.
Belotti: “I would not go to Sweden not even on holiday (after being eliminated from World Cup)”
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) March 19, 2018
Ítalir hafa orðið fjórum sinnum heimsmeistarar síðan á HM í Þýskalandi 2006. Þeir verða einu heimsmeistararnir sem verða ekki með á HM í Rússlandi en þar verða hinsvegar Brasilía, Þýskaland, Argentína, Úrúgvæ, Frakkland, England og Spánn.