Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 11:16 Vladimir Pútín hefur verið við völd í Rússlandi, meira og minna frá árinu 2000. Vísir/AFP Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018 Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018
Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29