Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:29 Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. Vísir/AFP Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Eftir að hafa sigrað rússnesku forsetaskosningarnar í dag, sagði Vladimir Pútín að það væri þvættingur að halda því fram að Rússar hafi eitrað fyrir njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Guardian greinir frá þessu. Sergei og Yuliu var byrlað taugaeitur þann 4. mars síðastliðinn. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt Rússa ábyrga árásinni, og í mótmælaskyni vísuðu Bretar 23 rússneskum erindrekum úr landi og í gær svöruðu Rússar Bretum í sömu mynt og vísuðu 23 breskum erindrekum úr landi. „Ég komst að þessu í gegnum fjölmiðla. Það fyrsta sem flaug í gegnum huga mér var þetta; ef þetta hefði verið taugaeitur hefði fólkið dáið samstundis,“ segir Pútín sem þvertekur fyrir það að Rússar beri á byrgð á árásinni. „Í öðru lagi búa Rússar ekki yfir slíkum efnum. Við höfum eyðilagt öll okkar efnavopn og það í viðurvist alþjóðlegra samtaka. Það gerðum við fyrst, ólíkt öðrum sem lofuðu að gera það en gengu því miður á bak orða sinna.“ Þrátt fyrir vaxandi spennu á milli Breta og Rússa segist Pútín reiðibúinn að aðstoða Breta við rannsókn málsins í Lundúnum. „Við sögðum það strax. Við erum öll af vilja gerð að aðstoða við rannsóknina en til þess að það geti gerst verðum við að finna fyrir áhuga hjá Bretum og hann höfum við ekki séð. Við höfum ekki tekið þetta af dagskránni, samvinna í málinu er vel hugsandi,“ segir Pútín. „Hver heilvita manneskja hlýtur að skilja að það væri algjört þvaður, blaður, og vitleysa fyrir Rússa að leggja upp í þessa hættuför rétt fyrir kosningar,“ segir Pútín. Úrslit kosninganna í Rússlandi liggja fyrir, Pútín tryggði sér öruggan sigur og hlaut 74 prósent atkvæða. Hann hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra landsins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Alvarlegt hafi rússneska mafían myrt í Lundúnum Baldur Þórhallson og Jóna Sólveig Elínardóttir ræddu alþjóðamálin í Víglínunni í morgun. 17. mars 2018 17:50