Arnór Ingvi Traustason reyndist hetja Malmö gegn Östersunds FK í undanúrslitum sænska bikarsins en Malmö vann 1-0 sigur er liðin mættust í kuldanum í Östersund í kvöld.
Markalaust var allt þangað til á 80. mínútu er Arnór Ingvi skoraði markið sem skildi liðin að. Keflvíkingnum var svo skipt af velli á 89. mínútu en Malmö er með sigrinum komið í úrslitaleikinn.
Malmö mætir annað hvort AIK eða Djurgarden í úrslitaleiknum en liðin mætast annað kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 10. maí en deildin í Svíþjóð hefst í byrjun apríl.
Arnór Ingvi skaut Malmö í úrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar
