Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. mars 2018 20:58 Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“ Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“
Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45