Terry Gilliam segir Harvey Weinstein skrímsli en að MeToo hafi farið úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 20:19 Leikstjórinn Terry Gilliam. Vísir/Getty Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s. MeToo Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Leikstjórinn Terry Gilliam segir nóg af manneskjum eins og framleiðandanum Harvey Weinstein í Hollywood en vill þó meina að MeToo-byltingin hafi farið úr böndunum. Gilliam segir þetta í samtali við AFP-fréttaveituna en hann vill meina að óreiðukennt ástand hafi skapast með MeToo-byltingunni. „Þetta er heimur fórnarlamba,“ er haft eftir Gilliam. „Ég held að mörgum hafi vegnað vel eftir að hafa hitt Harvey en öðrum ekki. Þeim sem vegnaði vel vissu vel hvað þeir voru að gera. Þetta eru fullorðnir einstaklingar, við erum að tala um fullorðnar manneskjur með mikinn metnað,“ segir Gilliam. „Harvey opnaði dyr fyrir nokkra, nótt með Harvey var gjaldið. Sumir greiddu það gjald, aðrir þurftu að þjást vegna þess.“ Viðtalið við Gilliam var tekið í París í Frakklandi þar sem hann leikstýrir óperunni Benvenuto Cellini. Leikstjórinn minnist á mótlætið sem leikarinn Matt Damon varð fyrir þegar hann tjáði sig um MeToo-byltinguna. „Það er munur á því að klappa einhverjum á rassinn og nauðgun og barnaníð, er það ekki? Það þarf að taka á þessu og uppræta, engin spurning, en það er ekki hægt að blanda þessu saman, er það ekki? Ég vorkenni Matt Damon sem er góð manneskja. Hann steig fram og sagði að allir menn væru ekki nauðgarar, og var barinn til dauða. Þetta er klikkun.“ Gilliam dró þó hvergi undan þegar hann lýsti andúð sinni á Harvey Weinstein. Hann kallað framleiðandann skrímsli og fávita. Hann sagði þó stemninguna sem myndaðist í kjölfar MeToo-byltingarinnar minna á múgæsing þar sem farið var um með kyndla eins og það ætti að brenna niður kastala Frankenstein´s.
MeToo Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira