Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 16:45 Jónsi á þó nokkuð margar eignir við Spítalastíg í Reykjavík. vísir/rakel Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna. Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna.
Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00