„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 13:09 Johnson lét ummælin um Pútín falla við hlið Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, sem fordæmdi einnig athæfi Rússa. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28