Í vörn Hörður Ægisson skrifar 16. mars 2018 08:00 Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun