Tengdadóttir Trump sækir um skilnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 06:39 Vanessa Trump ásamt Donald Trump yngri Vísir/Getty Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59