Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 21:45 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar í Árnessýslu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45