Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2018 11:06 Sigurbergur var í agabanni í gær. vísir/valli Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik. Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. Sigurður lamdi hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson í bikarfögnuði ÍBV um síðustu helgi. Sigurður gisti fangageymslur vegna málsins en Theodór fór upp á sjúkrahús þar sem hann var meðal annars með stóran skurð í andlitinu. Í fréttatilkynningu ÍBV á dögunum var sagt að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Einnig kom fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum enda félagar til margra ára. Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvenær Sigurður snúi aftur til starfa fyrir félagið. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það eða hvernig við högum því máli,“ segir Karl en má þá jafnvel búast við Sigurði aftur á hliðarlínuna í úrslitakeppninni? „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Við þurftum fyrst aðeins að hreinsa umhverfið. Það mun skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. Þetta var ákvörðun sem var tekin og við stöndum og föllum með henni.“ ÍBV spilaði við ÍR í Olís-deild karla í gær og í þann leik vantaði stjörnur liðsins, Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert, sem voru í agabanni. Samkvæmt heimildum Vísis þá fögnuðu þeir bikarmeistaratitlinum lengur en leyfilegt var. Það staðfestir Karl. „Menn fóru ekki eftir þeim reglum sem gilda innan liðsins. Við getum sagt að þeir hafi fagnað of lengi,“ segir Karl og bætir við að þeir verði mættir aftur í næsta leik.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30
Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30
Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03