Strákarnir ræddu meðal annars fjarveru Brynjars Þórs Björnssonar en hann meiddist á hendi og verður ekkert með í átta liða úrslitunum. „Þetta er áfall fyrir KR,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson en Teitur Örlygsson var ekki alveg sammála.
„Þetta er ekki eins mikið áfall og ef að þetta hefði gerst í fyrra eða í hitt í fyrra. Brynjar er ekki eins stór partur af liðinu núna þó að hann sé fyrirliði og hafi tekið á móti öllum þessum bikurum, Mér finnst eins og Jón Arnór sé leiðtoginn núna,“ sagði Teitur.
„Þegar þessir kappar eru komnir í úrslitakeppni þá fer hausinn á þeim í gírinn,“ sagði Kristinn um KR-liðið en liðið hefur ollið miklum vonbrigðum í vetur ekki síst eftir áramót þegar allir leikmennirnir eru komnir til baka.
Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla Kjartansson, Teit Örlygsson og Kristinn Friðriksson fara yfir einvígið og leikmannaglímurnar inn á vellinum.
Þeir Teitur og Krisinn spá síðan hvernig einvígið fer í lokin, Teitur átti erfitt með það en Kristinn var í engum vafa.