Körfubolti

Með meira en tvöfalt fleiri þrennur en næsta lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty
Russell Westbrook komst í nótt í hóp þeirra fjögurra leikmenna í sögu NBA-deildarinnar sem hafa náð hundrað þrennum í deildarkeppni NBA.

Hundraðasta þrenna Russell Westbrook kom í sigri á útivelli á móti Atlanta Hawks en hann var með 32 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum.





Westbrook kom inn í deildina á 2008-09 tímabilinu og síðan þá er hann ekki bara með miklu fleiri þrennur en aðrir leikmenn heldur líka miklu fleiri en öll lið.

Westbrook er með tvöfalt fleiri þrennur en næsta lið sem lið Cleveland Cavaliers. Russell er með 100 en allir leikmenn Cleveland hafa náð 44 þrennum á sama tíma. Svo koma lið Houston Rockets og Boston Celtics.

Russell Westbrook er líka með fleiri þrennur en 23 af 29 liðum deildarinnar hafa náð frá upphafi.





Russell Westbrook er ekki líklegur til að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili þegar hann var með þrennu að meðaltali í leik (31,6 stig - 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar) en hann er engu að síður með 25,3 stig, 9,6 fráköst og 10,2 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu 68 leikjum sínum á þessari leiktíð.

Russell Westbrook er eins og áður sagði fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær hundrað þrennum en hinir eru Oscar Robertson, Magic Johnson og Jason Kidd.







LeBron James var líka með þrennu í nótt og þetta var ekki í fyrsta sinn sem þeir kappar ná þrennu á sama kvöldi eins og sést hér fyrir neðan.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×