Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Gylfi ætti að vera búinn að ná sér fyrir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi í sumar.
Everton segir að Gylfi verði frá í sex til átta vikur en hann meiddist á hné í leiknum á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
| It is anticipated Gylfi Sigurdsson will be sidelined for between 6-8 weeks with the knee injury he sustained against Brighton.
Update https://t.co/q1o4eagyyHpic.twitter.com/2eFA4NXFmu
— Everton (@Everton) March 14, 2018
Það að Gylfi hafi klárað leikinn gat þó tilefni til örlítillar bjartsýni enda nokkuð ljóst þá að hann væri ekki búinn að slíta liðbönd. Óvissan bauð þó upp á svartsýni og áhyggjur af því hvað íslenska landsliðið myndi gera án Gylfa Þórs Sigurðssonar í Rússlandi. Sem betur þurfum við ekki að kynnast þeirri stöðu í Rússlandi.
Íslenska landsliðið er að fara að spila í Bandaríkjunum í lok þessa mánaða og Gylfi verður ekki með í þeim leikjum en ætti að geta spilað leikina í byrjun júní gangi endurhæfingin vel.
Hann gæti fengið mánuð til að koma sér aftur í toppform en svo er alltaf spurningin um leikformið sem verður aldrei fyrsta flokks eftir svo langan tíma í burtu frá fótboltavellinum.