Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sinni fyrri grein á Vetrar-Paralympics í PyeongChang en hann tók þá þátt í stórsvigskeppninni.
Hilmar Snær varð í 20. sæti í standandi flokki. Hann var í 26. sæti eftir fyrri ferðina en bætti sig um sekúndu í seinni ferðinni og klifraði upp í 20. sætið.
Alls tóku 42 keppendur þátt í stórsviginu og náðu 30 keppendur að klára báðar ferðir.
Hilmar keppir einnig í svigi en sú keppni fer fram á laugardag. Hann er eini keppandi Íslands á leikunum.

