Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir Cruz Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:54 Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara skömmu eftir árásina. Skjáskot Saksóknarar í Flórída hafa farið fram á að Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa orðið 17 manns að bana í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í ríkínu í febrúar, verði dæmdur til dauða. BBC greinir frá. Cruz hefur játað á sig verknaðinn en árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið við bandarískan skóla síðan árið 2012. Í dómskjali sem saksóknari lagði fram í dag segir að dauðarefsingar sé krafist yfir Cruz vegna eðlis glæpsins sem sagður er „svívirðilegur, grimmilegur og miskunnarlaus.“Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Lögfræðingar Cruz segja hann munu játa á sig morðin fyrir rétti ef ekki verði farið fram á dauðarefsingu yfir honum. „Við höldum því ekki fram að hann sé saklaus en við getum ekki játað brotin þegar dauðarefsing er raunhæfur möguleiki,“ var haft eftir Howard Finkelstein, lögfræðingi Cruz. Bandaríska leyniþjónustun hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, gæti verið líklegur til vandræða. Þá hafa nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann vakið mikla athygli fyrir að krefjast hertrar byssulöggjafar í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Höfðu ekki hugmynd um að „skrímsli“ byggi með þeim Allt sem allir aðrir virðast hafa vitað, sáum við ekki. Það er svo einfalt, segja Sneade hjónin. 19. febrúar 2018 14:27 Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Sjá meira
Saksóknarar í Flórída hafa farið fram á að Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa orðið 17 manns að bana í skotárás við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í ríkínu í febrúar, verði dæmdur til dauða. BBC greinir frá. Cruz hefur játað á sig verknaðinn en árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið við bandarískan skóla síðan árið 2012. Í dómskjali sem saksóknari lagði fram í dag segir að dauðarefsingar sé krafist yfir Cruz vegna eðlis glæpsins sem sagður er „svívirðilegur, grimmilegur og miskunnarlaus.“Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Lögfræðingar Cruz segja hann munu játa á sig morðin fyrir rétti ef ekki verði farið fram á dauðarefsingu yfir honum. „Við höldum því ekki fram að hann sé saklaus en við getum ekki játað brotin þegar dauðarefsing er raunhæfur möguleiki,“ var haft eftir Howard Finkelstein, lögfræðingi Cruz. Bandaríska leyniþjónustun hefur viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, gæti verið líklegur til vandræða. Þá hafa nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann vakið mikla athygli fyrir að krefjast hertrar byssulöggjafar í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Höfðu ekki hugmynd um að „skrímsli“ byggi með þeim Allt sem allir aðrir virðast hafa vitað, sáum við ekki. Það er svo einfalt, segja Sneade hjónin. 19. febrúar 2018 14:27 Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Sjá meira
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47
Höfðu ekki hugmynd um að „skrímsli“ byggi með þeim Allt sem allir aðrir virðast hafa vitað, sáum við ekki. Það er svo einfalt, segja Sneade hjónin. 19. febrúar 2018 14:27
Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20