Íslensk ferðaskrifstofa er með yfir 100 miða á Argentínuleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 16:15 Það er enn möguleiki að komast á Argentínuleikinn í Moskvu en það er dýrt. vísir/getty Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00
Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24