Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. mars 2018 15:38 Haraldur Johannessen vísir/gva Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari Haralds Johannessen ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis. Hann segir að rík áhersla sé lögð á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks eins og unnt er og að áfram verði unnið að málinu. Haukur Hilmarsson féll í átökum í Sýrlandi í lok febrúar og hafa aðstandendur hans gagnrýnt það hvernig íslensk yfirvöld hafi staðið að málinu. Segja þau stjórnvöld fara með leitina að líki Hauks eins og um venjulegan óskilamun væri að ræða. Frá fundi utanríkisráðherra með aðstandendum Hauks Hilmarssonar.Vísir/HKS „Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið í sambandi við landsskrifstofur Interpol og Europol, þar á meðal í Grikklandi, Sýrlandi og í Ankara í Tyrklandi til að afla upplýsinga vegna máls Hauks Hilmarssonar,“ segir Haraldur. „Þá hefur alþjóðadeild beint fyrirspurn til bandaríska sendiráðsins á Íslandi og til tengslafulltrúa Norðurlandanna í Ankara í Tyrklandi. Hjá landsskrifsstofu tyrknesku lögreglunnar í Ankara fengust þau svör að fjöldi beiðna lægi fyrir og að skilvirkasta leiðin til að fá svör væri í gegnum diplómatískar leiðir.“ „Ríkislögreglustjóri hefur lagt mikla áherslu á að lögreglan aðstoði aðstandendur Hauks Hilmarssonar eins og unnt er. Áfram er unnið að málinu.“ Aðstandendur Hauks funda nú með utanríkisráðherra um málið.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09 Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Segja stjórnvöld fara með leitina að líkinu sem um óskilamun sé að ræða Aðstandendur Hauks Hilmarssonar gagnrýna stjórnvöld harðlega. 13. mars 2018 10:09
Aðstandendur Hauks Hilmarssonar kröfðust fundar með ráðherra Munu hitta Guðlaug Þór á morgun. 12. mars 2018 19:33
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. 10. mars 2018 19:30
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45