Sport

Sjö ár síðan ungur Conor kláraði bardaga á 16 sekúndum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ungur Conor á vigtinni hjá UFC.
Ungur Conor á vigtinni hjá UFC. vísir/getty
Hlutirnir hafa gerst hratt hjá Íranum Conor McGregor en fyrir sjö árum síðan var hann að keppa í Cage Contender á meðan Gunnar Nelson var að hefja feril sinn hjá UFC.

Í gær voru liðin sjö ár frá að Conor kláraði Mike Wood á aðeins 16 sekúndum. Sama kvöld vann boxþjálfari hans í dag, Owen Roddy, góðan sigur.

Strákarnir á SevereMMA eiga enn myndir frá þessu kvöldi sem og viðtal við Conor.

Þar kemur meðal annars fram að Conor sé á leiðinni til Íslands og fari svo með Gunnari til Nottingham þar sem okkar maður var að hefja feril sinn hjá UFC. Skemmtilegar myndir.

Conor keppti svo fyrst hjá UFC í apríl árið 2013. Allir þekkja síðan hans sögu.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×