Krabbameinsaðgerð í janúar en gull á ÓL í mars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 12:00 Mentel-Spee, til vinstri, fagnar hér gullinu sínu í Suður-Kóreu. vísir/getty Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira