Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 23:09 Frá fundi suður kóresku sendinefndarinnar og Kim Jon Un Vísir/Getty Forsetaembætti Bandaríkjanna gengur út frá því með fullri vissu að fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, muni eiga sér stað þrátt fyrir að yfirvöld í Norður Kóreu hafi ekki gefið út opinbera staðfestingu þess efnis að fundurinn muni eiga sér stað. Greint er frá þessu á vef Reuters. Sendinefnd á vegum Suður Kóreu átti fund með Kim Jong Un í Norður Kóreu í síðustu viku. Færði suður kóreska sendinefndin heiminum þær fregnir að Kim Jong Un hefði lýst því yfir að hann vildi hitta Trump og forseta Suður Kóreu til að ræða möguleika á því að Norður Kóreumenn losi sig við kjarnorkuvopn. Talskona forsetaembættis Bandaríkjanna, Sarah Sanders, var spurð á blaðamannafundi í dag hvort að þögn yfirvalda í Norður Kóreu um fundinn gæfi til kynna að ekki yrði af honum. Sanders svaraði að forsetaembættið gengi út frá því að fundurinn muni eiga sér stað. „Fundarboðið barst og við þáðum það. Norður Kóreumenn gáfu nokkur loforð og við vonumst til að þeir muni standa við þau. Ef svo verður þá mun fundurinn eiga sér stað,“ svaraði Sanders. Reuters segir yfirvöld í Suður Kóreu halda því fram að þögn Norður Kóreu megi rekja til varfærni þegar kemur að undirbúningi fundarins. Haft hefur verið eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins í Suður-Kóreu að fundurinn verði haldinn í maí. Enginn sitjandi forseti Bandaríkjanna hefur hitt leiðtoga Norður Kóreu og því verður um sögulegan fund að ræða ef af honum verður. Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Forsetaembætti Bandaríkjanna gengur út frá því með fullri vissu að fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, muni eiga sér stað þrátt fyrir að yfirvöld í Norður Kóreu hafi ekki gefið út opinbera staðfestingu þess efnis að fundurinn muni eiga sér stað. Greint er frá þessu á vef Reuters. Sendinefnd á vegum Suður Kóreu átti fund með Kim Jong Un í Norður Kóreu í síðustu viku. Færði suður kóreska sendinefndin heiminum þær fregnir að Kim Jong Un hefði lýst því yfir að hann vildi hitta Trump og forseta Suður Kóreu til að ræða möguleika á því að Norður Kóreumenn losi sig við kjarnorkuvopn. Talskona forsetaembættis Bandaríkjanna, Sarah Sanders, var spurð á blaðamannafundi í dag hvort að þögn yfirvalda í Norður Kóreu um fundinn gæfi til kynna að ekki yrði af honum. Sanders svaraði að forsetaembættið gengi út frá því að fundurinn muni eiga sér stað. „Fundarboðið barst og við þáðum það. Norður Kóreumenn gáfu nokkur loforð og við vonumst til að þeir muni standa við þau. Ef svo verður þá mun fundurinn eiga sér stað,“ svaraði Sanders. Reuters segir yfirvöld í Suður Kóreu halda því fram að þögn Norður Kóreu megi rekja til varfærni þegar kemur að undirbúningi fundarins. Haft hefur verið eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins í Suður-Kóreu að fundurinn verði haldinn í maí. Enginn sitjandi forseti Bandaríkjanna hefur hitt leiðtoga Norður Kóreu og því verður um sögulegan fund að ræða ef af honum verður.
Norður-Kórea Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira