Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 13:39 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Þetta er mat Vegagerðarinnar og undir það tekur Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. Borgin beinir því til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og barna að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er hvatt til þess að almenningur dragi úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður og að fólk nýti sér frekar almenningssamgöngur, sameinist í bíla eða noti aðra vistvæna samgöngumáta.Þarf að draga úr umferðarhraða og ferðum þungra ökutækja Svava segir að ansi margir ökumenn þyrftu að leggja bílnum til þess að viðunandi árangur næðist en auðvitað telji hver og einn bíll sem ekki er ekið þegar aðstæður eru með þessum hætti. „Þetta eru okkar fjölförnustu götur sem leggja hvað mest inn í þetta en það þyrfti ekki hvað síst líka að draga úr umferðarhraða og draga úr ferðum þungra ökutækja. Þau þyrla meira upp. Það er kannski ekki hægt að benda á neina tölu en sem dæmi þá er sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekku 62 til 63 þúsund bílar á sólarhring þannig að þú getur ímyndað þér að það þyrfti að bíta ansi mikið þar af til að við förum að sjá viðunandi árangur,“ segir Svava og bætir við aðspurð að hún telji að það væru frekar þúsundir ökumanna, heldur en hundruð, sem þyrftu að leggja bílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengunina.Vilja geta gripið til víðtækari aðgerða Svava segir að til að ná sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið þurfi víðtækari aðgerðir. Heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar ekki lagaheimildir til að grípa til slíkra aðgerða. „Við myndum vilja sjá heimildir til þess að takmarka umferð um ákveðin svæði, eins að takmarka umferðarhraða. Það er aðgerð sem myndi geta minnkað uppþyrlun, því þeim mun meiri hraði því meiri uppþyrlun. Síðan hefur borgin verið að óska eftir því að fá heimild til þess að setja gjald á nagladekkin til að draga aftur úr notkun þeirra,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að notkun nagladekkja hafi aukist á ný eftir að dró úr notkuninni fyrir nokkrum árum. Svava segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að banna nagladekk heldur þurfi að takmarka notkun þeirra eins og unnt er.Ekki von á úrkomu fyrr en á miðvikudag Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í dag og síðustu daga vegna svifryksmengunar eru götusópun á öllum helstu stofnbrautum og svo rykbinding sem Svava segir að sé skammtímaaðgerð. Þá er magnesíumklóríði úðað á göturnar, það bindur rykið og minnkar uppþyrlun. Aðgerðin dugar í um einn til þrjá daga og er gripið til hennar til þess að reyna slá á rykið þegar vitað er að það stefni í mikla rykmengun. Ekki er von á úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag og má því búast við áframhaldandi svifryksmengun í dag og á morgun.Hér má fylgjast með mælingum loftgæða í borginni. Samgöngur Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Þetta er mat Vegagerðarinnar og undir það tekur Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. Borgin beinir því til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og barna að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er hvatt til þess að almenningur dragi úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður og að fólk nýti sér frekar almenningssamgöngur, sameinist í bíla eða noti aðra vistvæna samgöngumáta.Þarf að draga úr umferðarhraða og ferðum þungra ökutækja Svava segir að ansi margir ökumenn þyrftu að leggja bílnum til þess að viðunandi árangur næðist en auðvitað telji hver og einn bíll sem ekki er ekið þegar aðstæður eru með þessum hætti. „Þetta eru okkar fjölförnustu götur sem leggja hvað mest inn í þetta en það þyrfti ekki hvað síst líka að draga úr umferðarhraða og draga úr ferðum þungra ökutækja. Þau þyrla meira upp. Það er kannski ekki hægt að benda á neina tölu en sem dæmi þá er sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekku 62 til 63 þúsund bílar á sólarhring þannig að þú getur ímyndað þér að það þyrfti að bíta ansi mikið þar af til að við förum að sjá viðunandi árangur,“ segir Svava og bætir við aðspurð að hún telji að það væru frekar þúsundir ökumanna, heldur en hundruð, sem þyrftu að leggja bílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengunina.Vilja geta gripið til víðtækari aðgerða Svava segir að til að ná sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið þurfi víðtækari aðgerðir. Heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar ekki lagaheimildir til að grípa til slíkra aðgerða. „Við myndum vilja sjá heimildir til þess að takmarka umferð um ákveðin svæði, eins að takmarka umferðarhraða. Það er aðgerð sem myndi geta minnkað uppþyrlun, því þeim mun meiri hraði því meiri uppþyrlun. Síðan hefur borgin verið að óska eftir því að fá heimild til þess að setja gjald á nagladekkin til að draga aftur úr notkun þeirra,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að notkun nagladekkja hafi aukist á ný eftir að dró úr notkuninni fyrir nokkrum árum. Svava segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að banna nagladekk heldur þurfi að takmarka notkun þeirra eins og unnt er.Ekki von á úrkomu fyrr en á miðvikudag Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í dag og síðustu daga vegna svifryksmengunar eru götusópun á öllum helstu stofnbrautum og svo rykbinding sem Svava segir að sé skammtímaaðgerð. Þá er magnesíumklóríði úðað á göturnar, það bindur rykið og minnkar uppþyrlun. Aðgerðin dugar í um einn til þrjá daga og er gripið til hennar til þess að reyna slá á rykið þegar vitað er að það stefni í mikla rykmengun. Ekki er von á úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag og má því búast við áframhaldandi svifryksmengun í dag og á morgun.Hér má fylgjast með mælingum loftgæða í borginni.
Samgöngur Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20
Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26