Þrír menn brutust inn í tölvuverslunina Kísildal í Síðumúla rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Öryggisvörður kom á staðinn eftir að viðvörunarkerfi í gang og gekk þá í flasið á mönnunum þremur sem ógnuðu honum með hníf áður en þeir hlupu af vettvangi.
Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Hann segir að öryggisvörðurinn hafi ekki slasast en að mennirnir hafi sloppið af vettvangi. Ekki er vitað hvort þjófarnir hafi komist á brott með eitthvað þýfi en þeirra er nú leitað.
Innbrotsþjófar ógnuðu öryggisverði með hníf
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
