Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Trump og Kim gnæfa yfir suðurkóreskum hermanni í Seúl. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bandaríkin Ekki stendur til að slaka á viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu eða gefa tommu eftir að neinu leyti í aðdraganda fundar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem tilkynnt var um í síðustu viku. Þetta sagði Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA í gær. Um er að ræða fyrsta fund leiðtoga þessara tveggja ríkja. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvar þeir Trump og Kim munu hittast en búist er við því að fundurinn fari fram í maí. Þá mun Kim einnig eiga fund með suðurkóreska forsetanum Moon Jae-in á landamærum ríkjanna á Kóreuskaga í apríl. Pompeo sagði enn fremur að þótt Bandaríkin ætluðu ekki að gefa eftir myndi einræðisríkið þurfa að standa við orð sín um að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum alfarið áður en fundurinn fer fram. „Við höfum aldrei áður verið í þeirri stöðu að hagkerfi Norður-Kóreu sé svo hætt komið, að yfirvöld hafi sætt svo miklum þrýstingi, að einræðisstjórnin biðji um viðræður á þeim forsendum sem Kim Jong-un hefur samþykkt. Sjálfur tjáði Trump sig um viðræðurnar á fjöldafundi í Pennsylvaníu á laugardag. „Ég trúi því að þau vilji frið. Ég held það sé tími til kominn,“ sagði forsetinn. „Hver veit hvað gerist?“ sagði Trump um væntanlegan fund og bætti við: „Kannski yfirgef ég fundinn í snatri. En kannski setjumst við niður saman og gerum besta samning í heiminum.“ Fundur Kim og Trumps myndi marka tímamót í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að því er Bloomberg greinir frá. Hann væri algjörlega fordæmalaus. Bloomberg vitnar sömuleiðis í sérfræðinga sem telja að mögulega sé einræðisherrann einungis að reyna að kaupa sér tíma til að halda áfram kjarnorkuvopnaþróun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af frekari þvingunum. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, sagðist í gær ekki hrifin. Með því að samþykkja að setjast niður með Kim væri Trump að viðurkenna ógnarstjórn hans opinberlega. „Ef forsetinn nær árangri í viðræðum sem þessum er það alltaf gott fyrir Bandaríkin. En ég hef áhyggjur af því að Kim muni notfæra sér forsetann,“ sagði Warren og bætti því við að utanríkisráðuneytið væri nú þjakað af afsögnum lykilstarfsmanna. Til að mynda væri enginn sendiherra nú í Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46
Trump segir möguleika á „stórkostlegum“ samningi fyrir heiminn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna segir að fyrirhugaður fundur hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geti annaðhvort skilað engum árangri eða skapað "stórkostlegan samning fyrir heiminn.“ 11. mars 2018 07:20