Oklahoma byrjaði leikinn betur og var með forystuna eftir fyrsta leikhluta. Þeirri forystu hélt Oklahoma allan leikinn og vann að lokum sigur 104-94. Stigahæstur í liði Spurs var Rudy Gay með 14 stig.
Miami Heat tók á móti Washington Wizards þar sem James Johnson var stigahæstur í sigri heimamanna en hann skoraði 20 stig. Jodie Meeks var stigahæstur fyrir gestina með 23 stig.
Stighæsti leikmaður leikjanna í gærkvöldi var Jonathon Simmons í liði Orlando Magic en hann skoraði 24 stig í tapi gegn LA Clippers.
Úrslit næturinnar:
Hornets 122-115 Suns
Heat 129-102 Wizards
Mavericks 114-80 Grizzlies
Thunder 104-94 Spurs
Clippers 113-105
Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik San Antonio Spurs og Oklahoma.