Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2018 18:53 Sérfræðingar að störfum á vettvangi í Salisbury. Vísir/AFP Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er þó talið stöðugt. BBC greinir frá þessu. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn var ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, á vettvangi.visir/gettyRannsókn málsins eykst að umfangi Aukið púður hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Cobra-öryggisráðið fundaði vegna málsins síðdegis í dag en Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði í kjölfar fundarins að yfirvöld reyndu hvað þau gætu til þess að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu. Jarðneskar leifar eiginkonu Skripals, Ludmilu, voru grafnar upp í gær vegna rannsóknarinnar en samkvæmt dánarvottorði var banamein hennar krabbamein. Sonur þeirra hjóna, Alexander, lést í Sankti Pétursborg í fyrra en dánarorsök hans er ókunn. Líkamsleifar hans voru brenndar og munu því ekki nýtast rannsókninni. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er þó talið stöðugt. BBC greinir frá þessu. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa gefið leyniþjónustu Bretlands upplýsingar um útsendara Rússa í Evrópu. Sergei fannst meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð í Salisbury á sunnudaginn var ásamt dóttur sinni, hinni 33 ára gömlu Yuliu. Lögregluþjónninn Nick Bailey, sem veiktist er hann reyndi að koma feðginunum til bjargar, er kominn til meðvitundar en ástand hans er enn alvarlegt. Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, á vettvangi.visir/gettyRannsókn málsins eykst að umfangi Aukið púður hefur verið sett í rannsókn málsins en um 250 starfsmenn hryðjuverkadeildar lögreglunnar leggja nú sitt af mörkum. 200 vitni hafa verið auðkennd auk þess sem verið er að rannsaka yfir 240 sönnunargögn. Cobra-öryggisráðið fundaði vegna málsins síðdegis í dag en Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, sagði í kjölfar fundarins að yfirvöld reyndu hvað þau gætu til þess að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á tilræðinu. Jarðneskar leifar eiginkonu Skripals, Ludmilu, voru grafnar upp í gær vegna rannsóknarinnar en samkvæmt dánarvottorði var banamein hennar krabbamein. Sonur þeirra hjóna, Alexander, lést í Sankti Pétursborg í fyrra en dánarorsök hans er ókunn. Líkamsleifar hans voru brenndar og munu því ekki nýtast rannsókninni. Rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra hlutdeild í tilræðinu en Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefur ýjað að því að England muni mögulega draga sig úr HM í fótbolta sem fer fram í Rússlandi í sumar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59 Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Fyrrverandi njósnari í lífshættu eftir að hafa komist í snertingu við óþekkt efni Fyrrverandi rússneskur njósnari liggur nú þungt haldinn á spítala í Bretlandi eftir að hann komst í snertingu við óþekkt efni í verslunarmiðstöð í Bretlandi í gær. 5. mars 2018 18:59
Rússar segjast ekkert vita um veikindi fyrrverandi njósnara Veikindi rússnesks njósnara í Bretlandi þykja minna á þegar eitrað var fyrir rússneskum andófsmanni þar fyrir tólf árum. 6. mars 2018 10:56