Heimsmeistari frá 1986: Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir liðið í dag en Maradona var 1986 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 12:30 Lionel Messi og Diego Maradona. Samsett/Getty Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira