Mario Kempes: Messi getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 09:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira