Val endurspeglar sjálfsmynd Sigurður Hannesson skrifar 28. mars 2018 07:00 Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun