BNA kúgi bandamenn sína til að reka Rússa á dyr Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. mars 2018 06:00 Sergei Skrípal í dómsal í Moskvu árið 2006. Vísir/AFP Umfangsmestu brottvísanir rússneskra erindreka í sögunni hafa ekki farið vel í yfirvöld í Rússlandi. Alls var tilkynnt um að rúmlega hundrað erindrekum, sem margir hverjir eru taldir njósnarar, yrði vísað úr rúmlega tuttugu ríkjum. Voru þær ákvarðanir teknar vegna árásarinnar á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í Salisbury á Bretlandi fyrr í mars. Bretar og bandamenn þeirra halda því fram að Rússar beri ábyrgð á árásinni en Skrípal var dæmdur í fangelsi í heimalandinu árið 2006 fyrir njósnir. Þessu hafa Rússar þó neitað staðfastlega. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í gær að Bandaríkin hefðu kúgað bandamenn sína til þess að taka þátt í brottvísununum. Fá sjálfstæð ríki væru eftir í Evrópu.„Þegar ríki vísar einum eða tveimur erindrekum úr landi, og biður okkur afsökunar í laumi á meðan, vitum við fyrir víst að ákvörðunin var tekin vegna gríðarlegs þrýstings, gríðarlegrar kúgunar. Það eru því miður helstu verkfæri bandarískra stjórnvalda,“ sagði Lavrov. Utanríkisráðherrann sagði aukinheldur óumflýjanlegt að Rússar myndu svara fyrir sig. Hefur Lavrov verið sagður sitja við teikniborðið til þess að teikna upp mögulegar mótvægisaðgerðir fyrir Vladímír Pútín forseta að samþykkja. Ekki er víst hverjar þær mótvægisaðgerðir verða. Vladímír Dzhabarov öldungadeildarþingmaður sagði þó í gær að Rússar myndu svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt. Bandaríkin ákváðu að vísa samtals sextíu Rússum úr landi. Sé horft til þess að Bretar vísuðu 23 Rússum úr landi og þess að Rússar vísuðu 23 Bretum úr landi á móti má búast við því að Rússar svari öllum ríkjunum í sömu mynt. Þá vakti tíst rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum mikla athygli. Spurði þar sendiráðið, í ljósi þess að Bandaríkin hafa fyrirskipað lokun ræðisskrifstofu Rússa í Seattle, hvaða ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna Rússar ættu að loka. Valið stóð á milli Vladívostok, Katrínarborgar og Sankti Pétursborgar og fékk síðastnefnda borgin flest atkvæði, eða 47 prósent. Rússneskir stjórnmálamenn eru þó ekki þeir einu sem reiddust bandamönnum Breta. Stærstu rússnesku fjölmiðlarnir tóku, líkt og venjulega, undir með stjórnvöldum að öllu leyti. „Þau segja að þetta sé vegna Skrípal-málsins jafnvel þótt Moskva sé enn að bíða eftir því að aðkoma Rússa sé sönnuð,“ kom fram á NTV. „Þetta lítur ekki út eins og stríð heldur krossför gegn Rússlandi,“ sagði einn viðmælenda Stöðvar 1. Þar voru viðmælendur sammála um að Bandaríkjamenn og Bretar færu fyrir skipulagðri herferð gegn Rússum. Á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 heyrðist einn viðmælenda segja: „Þetta minnir mig á málverk eftir Breughel. Blindur leiðir blindan. Eitt ríki í Evrópu dregur hin niður í svaðið með sér.“ Sömu sögu var að segja af stærstu miðlum Rússa á enskri tungu. Tóku bæði RT og Sputnik, miðlar sem hafa verið kallaðir hluti áróðursvélar Pútíns, undir með stjórnvöldum. Fjallaði RT um ákvörðun Bandaríkjamanna um að vísa erindrekum Rússa í höfuðstöðvum SÞ í New York úr landi. Var það gert undir fyrirsögninni „Reyndu Bandaríkjamenn yfirhöfuð eitthvað að réttlæta brottvísun Rússa hjá SÞ? „Of viðkvæmt“ til að tjá sig, segja SÞ“ Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Umfangsmestu brottvísanir rússneskra erindreka í sögunni hafa ekki farið vel í yfirvöld í Rússlandi. Alls var tilkynnt um að rúmlega hundrað erindrekum, sem margir hverjir eru taldir njósnarar, yrði vísað úr rúmlega tuttugu ríkjum. Voru þær ákvarðanir teknar vegna árásarinnar á fyrrverandi gagnnjósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í Salisbury á Bretlandi fyrr í mars. Bretar og bandamenn þeirra halda því fram að Rússar beri ábyrgð á árásinni en Skrípal var dæmdur í fangelsi í heimalandinu árið 2006 fyrir njósnir. Þessu hafa Rússar þó neitað staðfastlega. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði í gær að Bandaríkin hefðu kúgað bandamenn sína til þess að taka þátt í brottvísununum. Fá sjálfstæð ríki væru eftir í Evrópu.„Þegar ríki vísar einum eða tveimur erindrekum úr landi, og biður okkur afsökunar í laumi á meðan, vitum við fyrir víst að ákvörðunin var tekin vegna gríðarlegs þrýstings, gríðarlegrar kúgunar. Það eru því miður helstu verkfæri bandarískra stjórnvalda,“ sagði Lavrov. Utanríkisráðherrann sagði aukinheldur óumflýjanlegt að Rússar myndu svara fyrir sig. Hefur Lavrov verið sagður sitja við teikniborðið til þess að teikna upp mögulegar mótvægisaðgerðir fyrir Vladímír Pútín forseta að samþykkja. Ekki er víst hverjar þær mótvægisaðgerðir verða. Vladímír Dzhabarov öldungadeildarþingmaður sagði þó í gær að Rússar myndu svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt. Bandaríkin ákváðu að vísa samtals sextíu Rússum úr landi. Sé horft til þess að Bretar vísuðu 23 Rússum úr landi og þess að Rússar vísuðu 23 Bretum úr landi á móti má búast við því að Rússar svari öllum ríkjunum í sömu mynt. Þá vakti tíst rússneska sendiráðsins í Bandaríkjunum mikla athygli. Spurði þar sendiráðið, í ljósi þess að Bandaríkin hafa fyrirskipað lokun ræðisskrifstofu Rússa í Seattle, hvaða ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna Rússar ættu að loka. Valið stóð á milli Vladívostok, Katrínarborgar og Sankti Pétursborgar og fékk síðastnefnda borgin flest atkvæði, eða 47 prósent. Rússneskir stjórnmálamenn eru þó ekki þeir einu sem reiddust bandamönnum Breta. Stærstu rússnesku fjölmiðlarnir tóku, líkt og venjulega, undir með stjórnvöldum að öllu leyti. „Þau segja að þetta sé vegna Skrípal-málsins jafnvel þótt Moskva sé enn að bíða eftir því að aðkoma Rússa sé sönnuð,“ kom fram á NTV. „Þetta lítur ekki út eins og stríð heldur krossför gegn Rússlandi,“ sagði einn viðmælenda Stöðvar 1. Þar voru viðmælendur sammála um að Bandaríkjamenn og Bretar færu fyrir skipulagðri herferð gegn Rússum. Á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 heyrðist einn viðmælenda segja: „Þetta minnir mig á málverk eftir Breughel. Blindur leiðir blindan. Eitt ríki í Evrópu dregur hin niður í svaðið með sér.“ Sömu sögu var að segja af stærstu miðlum Rússa á enskri tungu. Tóku bæði RT og Sputnik, miðlar sem hafa verið kallaðir hluti áróðursvélar Pútíns, undir með stjórnvöldum. Fjallaði RT um ákvörðun Bandaríkjamanna um að vísa erindrekum Rússa í höfuðstöðvum SÞ í New York úr landi. Var það gert undir fyrirsögninni „Reyndu Bandaríkjamenn yfirhöfuð eitthvað að réttlæta brottvísun Rússa hjá SÞ? „Of viðkvæmt“ til að tjá sig, segja SÞ“
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30