Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir við rannsókn á líkamsleifum Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:27 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn á líkamsleifunum sem fundust á Faxaflóa. Vísir/Hanna Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi. Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45