Utanríkisráðherra Rússa segir Bandaríkin kúga bandalagsríki sín Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. mars 2018 13:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, var ómyrkur í máli í morgun og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug, einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist sé afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu. vísir/getty Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann sakar Bandaríkjamenn um að standa að baki þeim aðgerðum sem aðrar vestrænar þjóðir hafa ráðist í til að mótmæla meintri framgöngu Rússa í Skripal málinu svokallaða. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar segjast hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, verið sagt að hafa sig á brott. Íslendingar taka þátt í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Lavrov sagði í morgun að Bandaríkin stæðu nú í risastórum kúgunaraðgerðum gagnvart bandalagsríkjum sínum og að Rússar muni bregðast við, annað væri óhugsandi. Lavrov var ómyrkur í máli og sagði augljóst að bandalagsríki Breta og Bandaríkjamanna væru í þessum aðgerðum af hálfum hug; einum eða tveimur erindrekum væri vísað úr landi um leið og beðist væri afsökunar á málinu þegar menn ræði saman undir fjögur augu, að því er ráðherrann fullyrti. Hann bætti því síðan við að atburðarás undanfarinnar dagi renni stoðum undir þær fullyrðingar Rússa að sjálfstæðum ríkjum í Evrópu fari ört fækkandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það ekki koma sér á óvart að landið sé ekki ofarlega á lista Rússa. 27. mars 2018 10:50
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að mæta ekki á HM í Rússlandi í sumar sýni hversu mikla áherslu Ísland leggi á að verja lýðræðissamfélög heims. 27. mars 2018 12:45