Vilja reka rússneska njósnara úr landi en finna enga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 10:50 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Vísir/Getty Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1 Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Yfirvöld Nýja Sjálands vilja taka þátt í þeim samræmdu aðgerðum fjölda ríkja sem standa nú yfir gegn Rússlandi, meðal annars vegna taugaeitursárásarinnar á Sergei Skripal í Bretlandi. Gallinn er hins vegar sá að Nýsjálendingar finna enga rússneska njósnara til að vísa úr landi. „Við höfum leitað að þeim í Nýja Sjálandi en við erum ekki með neina rússneska njósnara sem starfa í pólitísku skjóli sem erindrekar. Ef svo væri myndum við vísa þeim úr landi,“ sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands í útvarpi í morgun þar sem hún mætti upprunalega til að ræða launadeilur hjúkrunarfræðinga í landinu. Ardern segir það ekki koma sér á óvart að Nýja Sjáland sé ekki ofarlega á lista Rússa þó landið sé eitt af svokölluðum „Five Eyes“ löndum, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu, sem deila upplýsingum sín á milli. Hér má sjá ummæli forsætisráðherrans. Þau hefjast um 4:40.Forsvarsmenn minnst tuttugu ríkja hafa tekið þá ákvörðun að vísa rússneskum erindrekum úr landi. Bretar tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir myndu vísa 23 úr landi. Bandaríkin tilkynntu í gær að 60 erindrekum, sem væru í raun njósnarar, yrði vísað þaðan. Lista yfir önnur ríki má sjá hér að neðan. Frakkland, Þýskaland, Pólland, Kanada: 4 Tékkland, Litháen: 3 Danmörk, Holland, Ítalía, Spánn, Albanía, Ástralía: 2 Eistland, Króatía, Finnland, Ungverjaland, Lettland, Rúmenía, Svíþjóð, Noregur, Makedónía: 1
Ástralía Kanada Noregur Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00