Fundu múmíu í „tómri“ kistu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:25 Rannsókn á innihaldi kistunnar lauk í síðustu viku. Háskólinn í Sydney Vísindamenn í Ástralíu hafa fundið leifar múmíu ofan í 2500 ára gamalli kistu sem áður hafði verið talin tóm. Steinkistan hafði legið óhreyfð í háskólasafninu í Sydney í rúmlega 150 ár. Þegar vísindamenn opnuðu kistuna í fyrra brá þeim í brún - ofan í henni voru mannabein. Vísindamennirnir telja að líkamsleifarnar hafi verið skemmdar, líklega af grafræningjum, einhvern tímann í rúmlega 2000 ára sögu kistunnar. Fornleifafræðingurinn dr. James Fraser segir í samtali við breska ríkisútvarpið að uppgötvunin hafi verið mögnuð upplifun. „Það var bara svo ótrúlega furðulegt sem við sáum - eitt af þessum augnablikum þar sem þú getur ekki annað gert en að draga andann og njóta andartaksins,“ segir Fraser um uppgötvunina, sem var opinberuð nú á dögunum.„Ég hef aldrei grafið upp egypskt grafhýsi en þetta kemst nokkuð nálægt því.“ Steinkistan er ein fjögurra sem fluttar voru til Ástralíu á árunum í kringum 1860. Í flokkunarkerfi safnsins var hún sögð vera tóm og að sögn Fraser var hún ekki tilkomumikil að sjá. Hinar kisturnar þrjár fengu þannig allar miklu meiri athygli vísindamanna, enda heillegar og innihéldu allar vel varðveittar múmíur. Fræðimenn munu nú reyna að bera kennsl á líkamsleifarnar sem eru sem fyrr segir illa farnar. Á kistunni segir að hún hafi verið smíðuð fyrir konu að nafni Mer-Neith-it-es, sem annað hvort var prestur eða dýrkandi. Fræðimennirnir telja að grafræningjar hafi einhvern tímann farið ofan í kistuna, hvenær sé hins vegar erfitt að segja. Aðeins um 10 prósent séu eftir af líkinu sem lagt var ofan í steinkistuna um 600 árum fyrir Krist. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa fundið leifar múmíu ofan í 2500 ára gamalli kistu sem áður hafði verið talin tóm. Steinkistan hafði legið óhreyfð í háskólasafninu í Sydney í rúmlega 150 ár. Þegar vísindamenn opnuðu kistuna í fyrra brá þeim í brún - ofan í henni voru mannabein. Vísindamennirnir telja að líkamsleifarnar hafi verið skemmdar, líklega af grafræningjum, einhvern tímann í rúmlega 2000 ára sögu kistunnar. Fornleifafræðingurinn dr. James Fraser segir í samtali við breska ríkisútvarpið að uppgötvunin hafi verið mögnuð upplifun. „Það var bara svo ótrúlega furðulegt sem við sáum - eitt af þessum augnablikum þar sem þú getur ekki annað gert en að draga andann og njóta andartaksins,“ segir Fraser um uppgötvunina, sem var opinberuð nú á dögunum.„Ég hef aldrei grafið upp egypskt grafhýsi en þetta kemst nokkuð nálægt því.“ Steinkistan er ein fjögurra sem fluttar voru til Ástralíu á árunum í kringum 1860. Í flokkunarkerfi safnsins var hún sögð vera tóm og að sögn Fraser var hún ekki tilkomumikil að sjá. Hinar kisturnar þrjár fengu þannig allar miklu meiri athygli vísindamanna, enda heillegar og innihéldu allar vel varðveittar múmíur. Fræðimenn munu nú reyna að bera kennsl á líkamsleifarnar sem eru sem fyrr segir illa farnar. Á kistunni segir að hún hafi verið smíðuð fyrir konu að nafni Mer-Neith-it-es, sem annað hvort var prestur eða dýrkandi. Fræðimennirnir telja að grafræningjar hafi einhvern tímann farið ofan í kistuna, hvenær sé hins vegar erfitt að segja. Aðeins um 10 prósent séu eftir af líkinu sem lagt var ofan í steinkistuna um 600 árum fyrir Krist.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira