Persónulegur stíll er hvergi skemmtilegri en í Tókýó, og sást það svo sannarlega á tískuvikunni þar í borg. Mörg lög af fatnaði, skemmtilegar samsetningar og allt aðeins of stórt. Þetta er Tókýó í hnotskurn. Skoðaðu hér fyrir neðan það besta frá götutískunni, og sjáðu hvort þú fáir ekki einhverjar hugmyndir.