Hreyfa sig úti allt árið: „Það skiptir engu máli í hvaða formi þú ert“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2018 18:28 November Project hópar hittast í 45 borgum víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Mynd/November Project Klukkan 6:29 á miðvikudögum og föstudögum hittist hress hópur og hreyfir sig saman utandyra í Reykjavík. Bæði byrjendur og lengra komnir taka þátt í æfingunum og er æft hvernig sem veðrið er, þó mætingin sé misjöfn eftir veðrinu. „Þetta er hópur sem kallast November Project og kemur hugmyndin frá Bandaríkjunum. Þetta byrjaði sem áskorun tveggja vina sem höfðu ekkert betra að gera í nóvember en að hreyfa sig á hverjum degi, fara út að hreyfa sig. Það eru orðin sex ár síðan og núna er þetta komið í 45 borgir,“ segir Ketill Helgason einn stjórnanda hópsins. Reykjavík er ein þessara 45 borga og fór þetta fyrst af stað hér á landi fyrir þremur árum. Hópurinn hér á landi hittist tvisvar í viku, snemma á morgnana. Á bilinu 20 til 30 einstaklingar mæta á hverja æfingu, líka í rigningu, roki, stormi og snjó. „Við höfum ekki misst úr einn dag, við höfum verið úti allan veturinn öll árin.“Mynd/November ProjectNota það sem borgin býður upp á Hver æfing er um það bil 40 mínútur og stundum bætir hópurinn við aukaæfingu á mánudagsmorgnum. Æfingarnar eru fjölbreyttar og þátttakendur klæða sig eftir veðri. „Við gerum ýmislegt sem borgin hefur upp á að bjóða. Við hlaupum og svo tökum við alls konar styrktaræfingar og notum það sem er í kringum okkur. Við höfum tröppur og alls konar palla í borginni, þetta er bara svona „fitness.“ Við höfum verið fyrir framan Háskóla Íslands á svæðinu þar fyrir framan og síðan höfum við líka verið hjá Hallgrímskirkju.“ Þá hleypur hópurinn fyrst í miðbænum og gerir svo æfingar við kirkjuna. Áhugasamir geta séð nánari upplýsingar á Facebook síðu hópsins en óþarfi er að skrá sig fyrir fram. „Þetta er gjörsamlega fyrir alla. Það skiptir engu máli í hvaða formi þú ert. Við gerum þannig æfingar að þeir sem eru í lélegu formi eða að hreyfa sig í fyrsta sinn, þeir gera bara eins mikið og þeir geta. Þeir sem að eru í góðu formi gera bara meira og oftar. Það fá allir jafn mikið út úr æfingunum.“Mynd/November ProjectÞarf ekki að kosta til að vera flott Ketill segir að hægt sé að ná töluverðum árangri með því að mæta á æfingarnar þó að þar séu ekki notuð tæki eða lóð. Það kostar ekkert að æfa með hópnum og fólk þarf ekki að eiga neinn búnað nema fatnað og skó. „Við viljum bara að fólk viti af okkur. Okkur finnst þessi mýta í samfélaginu að allt þurfi að kosta eitthvað til að vera flott. Ég hef átt þessar samræður við svo marga þegar fólk er að tala um að fara að byrja eða að það verði að fara að gera eitthvað. Þá er þetta bara ótrúlega einfalt, þú þarft bara að mæta. Þú byrjar bara. Fyrsta skrefið er alltaf bara að mæta. Svo snýst þetta bara um að vera jákvætt og í skemmtilegu umhverfi.“ Hann bætir við að flestum líði mjög vel eftir að hreyfa sig úti í vondu veðri. „Maður vaknar og það er skítaveður og maður hugsar „nei ég nenni þessu ekki“ og fer svo að klæða sig í húfu og vettlinga og fullt af fötum. Svo bara þegar maður er byrjaður að sprikla þá er manni alltaf of heitt, það bregst ekki. Þegar maður er kominn á staðinn og sér að það eru aðrir mættir líka, þú ert ekki eina persónan að hlaupa um, þá verður allt svo miklu betra.“ Heilsa Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Klukkan 6:29 á miðvikudögum og föstudögum hittist hress hópur og hreyfir sig saman utandyra í Reykjavík. Bæði byrjendur og lengra komnir taka þátt í æfingunum og er æft hvernig sem veðrið er, þó mætingin sé misjöfn eftir veðrinu. „Þetta er hópur sem kallast November Project og kemur hugmyndin frá Bandaríkjunum. Þetta byrjaði sem áskorun tveggja vina sem höfðu ekkert betra að gera í nóvember en að hreyfa sig á hverjum degi, fara út að hreyfa sig. Það eru orðin sex ár síðan og núna er þetta komið í 45 borgir,“ segir Ketill Helgason einn stjórnanda hópsins. Reykjavík er ein þessara 45 borga og fór þetta fyrst af stað hér á landi fyrir þremur árum. Hópurinn hér á landi hittist tvisvar í viku, snemma á morgnana. Á bilinu 20 til 30 einstaklingar mæta á hverja æfingu, líka í rigningu, roki, stormi og snjó. „Við höfum ekki misst úr einn dag, við höfum verið úti allan veturinn öll árin.“Mynd/November ProjectNota það sem borgin býður upp á Hver æfing er um það bil 40 mínútur og stundum bætir hópurinn við aukaæfingu á mánudagsmorgnum. Æfingarnar eru fjölbreyttar og þátttakendur klæða sig eftir veðri. „Við gerum ýmislegt sem borgin hefur upp á að bjóða. Við hlaupum og svo tökum við alls konar styrktaræfingar og notum það sem er í kringum okkur. Við höfum tröppur og alls konar palla í borginni, þetta er bara svona „fitness.“ Við höfum verið fyrir framan Háskóla Íslands á svæðinu þar fyrir framan og síðan höfum við líka verið hjá Hallgrímskirkju.“ Þá hleypur hópurinn fyrst í miðbænum og gerir svo æfingar við kirkjuna. Áhugasamir geta séð nánari upplýsingar á Facebook síðu hópsins en óþarfi er að skrá sig fyrir fram. „Þetta er gjörsamlega fyrir alla. Það skiptir engu máli í hvaða formi þú ert. Við gerum þannig æfingar að þeir sem eru í lélegu formi eða að hreyfa sig í fyrsta sinn, þeir gera bara eins mikið og þeir geta. Þeir sem að eru í góðu formi gera bara meira og oftar. Það fá allir jafn mikið út úr æfingunum.“Mynd/November ProjectÞarf ekki að kosta til að vera flott Ketill segir að hægt sé að ná töluverðum árangri með því að mæta á æfingarnar þó að þar séu ekki notuð tæki eða lóð. Það kostar ekkert að æfa með hópnum og fólk þarf ekki að eiga neinn búnað nema fatnað og skó. „Við viljum bara að fólk viti af okkur. Okkur finnst þessi mýta í samfélaginu að allt þurfi að kosta eitthvað til að vera flott. Ég hef átt þessar samræður við svo marga þegar fólk er að tala um að fara að byrja eða að það verði að fara að gera eitthvað. Þá er þetta bara ótrúlega einfalt, þú þarft bara að mæta. Þú byrjar bara. Fyrsta skrefið er alltaf bara að mæta. Svo snýst þetta bara um að vera jákvætt og í skemmtilegu umhverfi.“ Hann bætir við að flestum líði mjög vel eftir að hreyfa sig úti í vondu veðri. „Maður vaknar og það er skítaveður og maður hugsar „nei ég nenni þessu ekki“ og fer svo að klæða sig í húfu og vettlinga og fullt af fötum. Svo bara þegar maður er byrjaður að sprikla þá er manni alltaf of heitt, það bregst ekki. Þegar maður er kominn á staðinn og sér að það eru aðrir mættir líka, þú ert ekki eina persónan að hlaupa um, þá verður allt svo miklu betra.“
Heilsa Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira