Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 15:03 Dómkirkjan í Reykjavík. Vísir/GVA Fjórir umsækjendur sóttu um embætti prests við Dómirkjuna í Reykjavík, að því er fram kemur í frétt á vef Þjóðkirkjunnar. Umsækjendur eru í stafrófsröð: cand. Theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir. Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. Tildrög þess voru athugasemdir um að ekki hefði verið réttilega staðið að kosningu kjörnefndar prestakallsins. Var séra Eva Björk í staðinn skipuð héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þá var sagt frá því í Morgunblaðinu á sínum tíma að enginn umsækjenda hefði hlotið meirihluta atkvæða 10 manna kjörnefndar og því hefði verið kosið á nýjan leik. Þar hefðu atkvæði skipst jafnt milli Elínborgar Sturludóttur, sem sækir nú um embætti Dómirkjuprests, og Evu Bjargar og því hefði verið varpað hlutkesti þar sem Eva bar hærri hlut. Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands skipi í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu. Vistaskipti Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Afturkallar prestskipun degi fyrir gildistöku Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur afturkallað skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Skipan hennar átti að taka gildi á morgun. 31. október 2017 23:31 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fjórir umsækjendur sóttu um embætti prests við Dómirkjuna í Reykjavík, að því er fram kemur í frétt á vef Þjóðkirkjunnar. Umsækjendur eru í stafrófsröð: cand. Theol. Bryndís Svavarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir, séra Gunnar Jóhannesson og mag. theol. Helga Kolbeinsdóttir. Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. Tildrög þess voru athugasemdir um að ekki hefði verið réttilega staðið að kosningu kjörnefndar prestakallsins. Var séra Eva Björk í staðinn skipuð héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þá var sagt frá því í Morgunblaðinu á sínum tíma að enginn umsækjenda hefði hlotið meirihluta atkvæða 10 manna kjörnefndar og því hefði verið kosið á nýjan leik. Þar hefðu atkvæði skipst jafnt milli Elínborgar Sturludóttur, sem sækir nú um embætti Dómirkjuprests, og Evu Bjargar og því hefði verið varpað hlutkesti þar sem Eva bar hærri hlut. Í frétt á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands skipi í embættið frá 1. maí nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
Vistaskipti Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Afturkallar prestskipun degi fyrir gildistöku Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur afturkallað skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Skipan hennar átti að taka gildi á morgun. 31. október 2017 23:31 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Afturkallar prestskipun degi fyrir gildistöku Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur afturkallað skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests. Skipan hennar átti að taka gildi á morgun. 31. október 2017 23:31