Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 22:52 Frá Barcelona nú í kvöld. Vísir/AFP Þúsundir íbúa Barcelona hafa mótmælt handtöku Carles Puigdemont í Þýskalandi í dag. Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins.Samkvæmt blaðamönnum AFP fréttaveitunnar köstuðu sumir mótmælendur ruslatunnum að lögregluþjónum í óeirðarbúningum sem brugðust við með því að slá mótmælendur með kylfum eða jafnvel með því að skjóta viðvörunarskotum í loftið.Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að ríkisstjórn Spánar vék honum úr starfi í október. Það var gert eftir þjóðaatkvæðagreiðslu í Katalóníu sem ríkisstjórn Spánar segir hafa verið ólöglega. Héraðsstjórn Katalóníu var leyst upp og Madríd tók yfir stjórn héraðsins.Sjá einnig: Átök í Katalóníu Hann var meðal annars ákærður fyrir landráð og á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissina Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins. Spænsk yfirvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum þegar hann var í Finnlandi fyrr í mánuðinum og var hann handtekinn í Þýskalandi í dag. Puigdemont mun fara fyrir dómara á morgun og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Spánar.Mótmælin í Barcelona hafa að miklu leyti beinst að Evrópu en ekkert ríki Evrópusambandsins studdi sjálfstæðisviðleitni Katalóníu. Í kjölfar umdeildrar þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra felldu yfirvöld Spánar niður sjálfsstjórn Katalóníu og héldu nýjar kosningar. Aðskilnaðarsinnar hlutu þó aftur nauman meirihluta. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Þúsundir íbúa Barcelona hafa mótmælt handtöku Carles Puigdemont í Þýskalandi í dag. Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins.Samkvæmt blaðamönnum AFP fréttaveitunnar köstuðu sumir mótmælendur ruslatunnum að lögregluþjónum í óeirðarbúningum sem brugðust við með því að slá mótmælendur með kylfum eða jafnvel með því að skjóta viðvörunarskotum í loftið.Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að ríkisstjórn Spánar vék honum úr starfi í október. Það var gert eftir þjóðaatkvæðagreiðslu í Katalóníu sem ríkisstjórn Spánar segir hafa verið ólöglega. Héraðsstjórn Katalóníu var leyst upp og Madríd tók yfir stjórn héraðsins.Sjá einnig: Átök í Katalóníu Hann var meðal annars ákærður fyrir landráð og á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissina Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins. Spænsk yfirvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum þegar hann var í Finnlandi fyrr í mánuðinum og var hann handtekinn í Þýskalandi í dag. Puigdemont mun fara fyrir dómara á morgun og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Spánar.Mótmælin í Barcelona hafa að miklu leyti beinst að Evrópu en ekkert ríki Evrópusambandsins studdi sjálfstæðisviðleitni Katalóníu. Í kjölfar umdeildrar þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra felldu yfirvöld Spánar niður sjálfsstjórn Katalóníu og héldu nýjar kosningar. Aðskilnaðarsinnar hlutu þó aftur nauman meirihluta.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07
Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11