Segir umhugsunarvert að Landsnet hafi ekki náð að leggja eina einustu raflínu Ingvar Þór Björnsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 25. mars 2018 12:36 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það umhugsunarvert að frá því að fyrirtækið Landsnet, sem sér um raforkudreifingu í landinu, var stofnað, hefur það ekki náð að leggja eina einustu raflínu til að tryggja raforkuöryggi. Þá segir hann að afkoma Landsvirkjunar komi til með að batna á næstu árum vegna hagstæðari samninga við stórnotendur. Hörður Árnason var gestur Kristjáns Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þrettán ár eru síðan Landsnet var stofnað og hefur fyrirtækið aðeins náð að leggja eina raforkulínu á rúmum áratug. Þrátt fyrir að umframorka sé til í landinu er ekki hægt að tryggja raforku og á Akureyri er ekki hægt að byggja upp stóriðnað þar sem raforkuöryggi er skert. „Frá því að Landsnet var stofnað árið 2005 þá hefur fyrirtækið ekki náð að leggja eina einustu nýja línu ef frá eru taldar línur sem tengdu Búðarhálsvirkjun og Þeistareykjavirkjun. Það er í raun og veru mjög umhugsunarvert því samfélagið er að breytast mjög mikið og samfélagið þarf mjög á raforku að halda,“ segir hann.Staða Landsvirkjunar batnað mikið á síðustu árumHörður segir samfélagið vera að breytast mikið og orkuþörf að aukast. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði fyrirtækisins, á Þjórsár og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 aflstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa. Hörður segir að áður fyrr hafi virkjun ekki verið byggð fyrr en stór viðskiptavinur hafi verið fundinn en nú hafi það breyst. „Í dag eru þetta fjölbreyttir viðskiptavinir úr mismunandi iðngreinum, það er hagvöxtur í samfélaginu, orkuskipti, gagnaver og ýmislegt sem er ekki beintengt hverri virkjun eins og var áður,“ segir hann. Hörður segir jafnframt að staða Landsvirkjunar hafi batnað mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að tekist hefur að hækka raforkuverð. „Síðast í fyrradag vorum við að fá hækkun á lánshæfismati og fyrirtækið er farið að fjármagna sig alfarið án ríkisábyrgða og hefur gert það alveg frá 2010.“ Lögð hefur verið áhersla á það síðustu tíu ár að fá betra verð frá stóriðjunni en áður var því flaggað að Ísland væri með lægsta raforkuverðið til stóriðjunnar. Hörður segir afkomu Landsvirkjunar eiga eftir að batna mikið á næstu árum með betri samningum. „Það er ánægjulegt að raforkuverð til stórnotenda á Íslandi með þessum nýju samningum sé sambærilegt og það gerist best annars staðar,” segir hann. Tengdar fréttir Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það umhugsunarvert að frá því að fyrirtækið Landsnet, sem sér um raforkudreifingu í landinu, var stofnað, hefur það ekki náð að leggja eina einustu raflínu til að tryggja raforkuöryggi. Þá segir hann að afkoma Landsvirkjunar komi til með að batna á næstu árum vegna hagstæðari samninga við stórnotendur. Hörður Árnason var gestur Kristjáns Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þrettán ár eru síðan Landsnet var stofnað og hefur fyrirtækið aðeins náð að leggja eina raforkulínu á rúmum áratug. Þrátt fyrir að umframorka sé til í landinu er ekki hægt að tryggja raforku og á Akureyri er ekki hægt að byggja upp stóriðnað þar sem raforkuöryggi er skert. „Frá því að Landsnet var stofnað árið 2005 þá hefur fyrirtækið ekki náð að leggja eina einustu nýja línu ef frá eru taldar línur sem tengdu Búðarhálsvirkjun og Þeistareykjavirkjun. Það er í raun og veru mjög umhugsunarvert því samfélagið er að breytast mjög mikið og samfélagið þarf mjög á raforku að halda,“ segir hann.Staða Landsvirkjunar batnað mikið á síðustu árumHörður segir samfélagið vera að breytast mikið og orkuþörf að aukast. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði fyrirtækisins, á Þjórsár og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 aflstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa. Hörður segir að áður fyrr hafi virkjun ekki verið byggð fyrr en stór viðskiptavinur hafi verið fundinn en nú hafi það breyst. „Í dag eru þetta fjölbreyttir viðskiptavinir úr mismunandi iðngreinum, það er hagvöxtur í samfélaginu, orkuskipti, gagnaver og ýmislegt sem er ekki beintengt hverri virkjun eins og var áður,“ segir hann. Hörður segir jafnframt að staða Landsvirkjunar hafi batnað mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að tekist hefur að hækka raforkuverð. „Síðast í fyrradag vorum við að fá hækkun á lánshæfismati og fyrirtækið er farið að fjármagna sig alfarið án ríkisábyrgða og hefur gert það alveg frá 2010.“ Lögð hefur verið áhersla á það síðustu tíu ár að fá betra verð frá stóriðjunni en áður var því flaggað að Ísland væri með lægsta raforkuverðið til stóriðjunnar. Hörður segir afkomu Landsvirkjunar eiga eftir að batna mikið á næstu árum með betri samningum. „Það er ánægjulegt að raforkuverð til stórnotenda á Íslandi með þessum nýju samningum sé sambærilegt og það gerist best annars staðar,” segir hann.
Tengdar fréttir Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hvammsvirkjun hafi neikvæð áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu Í tilkynningu kemur fram að Skipulagsstofnun undirstriki mikilvægi þeirra mótvægisaðgerða sem Landsvirkjun hefur lagt til um að draga úr sjónrænum áhrifum framkvæmda við Hvammsvirkjun. 14. mars 2018 18:15
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljónir Bandaríkjadala. 9. mars 2018 16:49