Houston Rockets voru fyrir leikinn í efsta sæti Vesturdeildarinnar en Golden State voru þó ekki langt á eftir. Liðsmenn Rockets byrjuðu leikinn með miklum krafti og voru komnir með góða forystu strax í fyrsta leikhluta 29-16. Sú forysta jókst eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og var staðan 64-37 í hálfleiknum.
Í seinni hálfleiknum náðu liðsmenn New Orleans aðeins að rétta úr kútnum og skoruðu 24 stig gegn 19 hjá Houston í þriðja leikhlutanum en Houston hafði þó alltaf yfirhöndina og vann að lokum sigur 114-91.
James Harden var stigahæstur í liði Houston með 27 stig á meðan Anthony Davis var stigahæstur hjá New Orleans með 25 stig. Það má segja að þessi sigur Houston hafi verið sögulegur þar sem eftir sigurinn hefur félagið aldrei unnið jafn marga leiki á einu tímabili.
Dwight Howard var stigahæstur í sigri Charlotte Hornets á Dallas Mavericks með 18 stig á meðan Kyle Kuzma var stigahæstur í sigri LA Lakers á Memphis Grizzlies.
Philadelphia 76ers unnu Minnestoa Timberwolves 120-108 þar sem Joel Embiid var stigahæstur með 19 stig. Eftir leikinn eru 76ers í fjórða sæti Austurdeildarinnar, skammt á eftir Cleveland Cavaliers.
Úrslit næturinnar:
76ers 120-108 Timberwolves
Pistons 117-95 Bulls
Magic 105-99 Suns
Rockets 114-91 Pelicans
Grizzlies 93-100 Lakers
Mavericks 98-102 Hornets
Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Houston Rockets og New Orleans Pelicans.